Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 07. ágúst 2018 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mynd: Var marki rænt af KR-ingum?
Gunnleifur með boltann í markinu í kvöld.
Gunnleifur með boltann í markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði KR 1-0 í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild karla.

Eina mark leiksins skoraði Alexander Helgi Sigurðarson fyrir Breiðablik á 70. mínútu. Alexander var að spila sinn fyrsta leik í sumar fyrir Breiðablik eftir að hafa verið í láni hjá Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni.

Það var mikið vafaatriði í byrjun leiksins þegar Óskar Örn Hauksson ákvað að láta vaða frá miðju vallarins.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, lenti í basli og það er spurning hvort boltinn hafi farið yfir línuna eða ekki.

Hér að neðan má sjá mynd en það verður væntanlega farið betur yfir atvikið í Pepsi-mörkunum annað kvöld.

Fyrr á tímabilinu var var marki rænt af Breiðablik gegn Víkingi á Kópavogsvelli.







Athugasemdir
banner
banner