Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 07. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Abraham er bólusettur - Tomori vill ekki hafa áhrif á annað fólk
Tammy Abraham er bólusettur en Fikayo Tomori vildi ekki gefa það upp
Tammy Abraham er bólusettur en Fikayo Tomori vildi ekki gefa það upp
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, leikmaður Roma og enska landsliðsins, er fyrsti landsliðsmaðurinn sem hefur opinberlega greint frá því að hann sé bólusettur við Covid-19. Fikayo Tomori vildi þó ekki greina frá því hvort hann væri bólusettur eða ekki.

Málefnið er afar viðkvæmt innan enska landsliðsins en talið er að fimm leikmenn liðsins hafi ekki fengið bólusetningu við veirunni.

Abraham sat fyrir svörum hjá enskum blaðamönnum og greindi þar frá því að hann væri bólusettur en svörin gáfu þó til kynna að að málið væri viðkvæmt.

„Þetta er persónuleg ákvörðun. Fólk ræður því hvað það gerir við eigin líkama. Það var önnur staða hjá mér og því er ég bólusettur," sagði Abraham.

Þegar Abraham var hjá Chelsea þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann hefði áhyggjur af því að smita föður sinn sem er með astma en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann lét bólusetja sig.

„Nei. Þetta var persónuleg ákvörðun. Ég hef fengið veiruna áður. Nú er ég á Ítalíu og því var þetta réttast í stöðunni. Öllum er frjálst að gera það sem þeir vilja. Þeir ættu að taka eigin ákvarðanir," sagði hann ennfremur.

Fikayo Tomori, varnarmaður Milan á Ítalíu, vildi ekki greina frá því hvort hann væri búinn að láta bólusetja sig.

„Þetta er persónulegt. Reglurnar eru mismunandi á Englandi og Ítalíu, þannig þetta er eitt af því sem ég ætla að halda fyrir mig sjálfan. Fólk nýtur þeirra forréttinda að ákveða að láta bólusetja sig eða ekki."

„Já, auðvitað skil ég það. Við erum opinberar persónur, þannig auðvitað er fólk að velta því fyrir sér hlutunum. Það hugsar fólkið ef þeir gera það þá ætla ég kannski að gera það en ef þeir gera það ekki þá ætlum við ekki að gera það. Þannig mér finnst það ekki alveg vera rétt fyrir mig að greina frá því hvort ég hafi gert það eða ekki til að hafa áhrif á annað fólk. Þetta er ákvörðun hvers og eins,"
sagði hann um málefnið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner