Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mán 08. apríl 2024 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Uppskrift sem virkar?
Icelandair
Karólína Lea fékk nokkur högg í síðasta leik en ætti að vera klár í leikinn á morgun.
Karólína Lea fékk nokkur högg í síðasta leik en ætti að vera klár í leikinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Póllandi.
Marki fagnað gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er algjör óþarfi að breyta sigurliði, og sérstaklega þegar lið spilar eins vel og Ísland gerði í síðasta leik gegn Póllandi.

Við spáum því að sama lið muni gegn Þýskalandi á morgun og byrjaði gegn Póllandi í síðasta leik.



Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að allir leikmenn liðsins yrðu til í slaginn á morgun.

„Þær eru allar heilar. Það eru einhver eymsli hér og þar, eins og eru alltaf eftir fótboltaleiki. Þær eru allar 23 klárar í leik á morgun sem er gott mál."

Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16:10 á morgun að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Athugasemdir
banner
banner