Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 08. ágúst 2018 23:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Neville þarf að klæðast Shaqiri-treyju
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Neville hefur gagnrýnt Shaqiri mikið. Í sumar sagðist hann ekki vera aðdáandi leikmannsins.
Neville hefur gagnrýnt Shaqiri mikið. Í sumar sagðist hann ekki vera aðdáandi leikmannsins.
Mynd: Liverpool
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er byrjaður aftur í vinnu sinni hjá Sky Sports. Carragher var sendur í leyfi eftir að hann hrækti á 14 ára stúlku og föður hennar. Faðirinn hafði verið að hæðast að Carragher eftir 2-1 sigur Manchester United gegn Liverpool.

Carragher er fyrrum leikmaður Liverpool.

Carragher er mættur aftur í vinnuna en hann og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, ná einstaklega vel saman sem sérfræðingar Sky Sports.

Í upphitunarþætti Sky fyrir ensku úrvalsdeildina, sem hefst um helgina, ákváðu Carragher og Neville, sem báðir voru varnarmenn, að fara í vítaspyrnukeppni. Áður en þeir hófu keppnina samþykktu þeir að leggja það undir að sá sem tapaði myndi klæðast treyju erkifjandanna, þ.e.a.s. Carragher myndi klæðast United-treyju og Neville myndi klæðast Liverpool-treyju.

Carragher vann vítaspyrnukeppnina og hann ákvað að stríða Neville enn frekar. Treyjan sem Neville mun klæðast verður nefnilega merkt Xherdan Shaqiri.

Neville er langt frá því að vera hrifinn af Shaqiri sem gekk í raðir Liverpool í sumar. „Ég er ekki aðdáandi Shaqiri ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Neville á meðan HM stóð yfir í sumar.

Neville reyndi að halda því fram að honum líka við Shaqiri, en Carragher sagðist þá ætla að að græja áritaða treyju fyrir Neville.

Neville þarf að klæðast treyjunni í þætti á Sky Sports í vetur.


Carragher endurgerði mark Ruben Neves
Carragher fór mikinn í þættinum en félagar voru mikið að leika sér með boltann.

Þeir reyndu að endurgera magnað mark Ruben Neves, leikmanns Wolves frá því á síðasta tímabili og tókst Carragher bara vel upp. Hann fagnaði líka á skemmtilegan hátt.

Þetta má sjá hér að neðan, en Ruben Neves var á staðnum og sýndi þeim hvernig skal fara að.



Athugasemdir
banner
banner