Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 09. mars 2021 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard dreymir um Liverpool: Stuðningsmenn vilja mig ekki
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ekki gengið vel að undanförnu eftir að hafa unnið langþráðan Englandsmeistaratitil með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð.

Liverpool er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 43 stig eftir 28 umferðir.

Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir Steven Gerrard sem arftaka Jürgen Klopp en Gerrard hefur gert frábæra hluti með Rangers í Skotlandi í frumraun sinni í þjálfaraheiminum.

Gerrard segir það vera draum sinn að taka við Liverpool en nú sé ekki rétti tíminn, stuðningsmenn elski Klopp enn þrátt fyrir slakt gengi.

„Stuðningsmenn Liverpool vilja ekki fá mig sem knattspyrnustjóra. Þeir vilja Jürgen Klopp. Ég vildi óska þess að þú vissir hversu mikið við elskum Jürgen Klopp," sagði Gerrard.

„Er það draumurinn minn að verða knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn? Já, en ekki núna."
Athugasemdir
banner
banner