Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. maí 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkur tilboð borist í Daníel Finns - „Ekki búið að samþykkja neitt"
Daníel Finns
Daníel Finns
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Oscar Clausen ræðir við Sigga Höskulds, þjálfara Leiknis.
Oscar Clausen ræðir við Sigga Höskulds, þjálfara Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær þegar liðið tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deildinni.

Daníel hefur verið orðaður í burtu frá Leikni að undanförnu og verið hvað mest orðaður við Stjörnuna. Það er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Daníel.

Sjá einnig:
Hvað geriru ef leikmaðurinn þinn vill fara?
Daníel Finns ekki í hóp hjá Leikni í gær - „Veit ekki stöðuna á því"
„Sé hann ekki komast í liðið hjá Stjörnunni"

Fótbolti.net ræddi við Oscar Clausen, formann Leiknis, í dag. Er orðið ljóst hvar Daníel Finns verður þegar glugginn lokar?

„Nei, hann verður örugglega bara á góðum stað," sagði Oscar léttur.

Eruði með tilboð frá Stjörnunni á borðinu? Eruð þið búnir að samþykkja eitthvað tilboð?

„Við erum með nokkur tilboð á borðinu en það er ekki búið að samþykkja neitt."

Er útilokað að hann verði áfram hjá ykkur? „Fæst orð bera minnsta ábyrgð."

Ákvörðunin að hann var ekki í hóp í gær, lá það eingöngu hjá þjálfaranum eða skipti stjórnin sér eitthvað að því? „Stjórnin skiptir sér ekki af því hvernig liðið er."

Ef Daníel fer, þarf þá Leiknir að fá leikmann inn á móti?

„Var ekki einhver snillingur sem sagði að leikmannahópurinn væri lifandi excel-skjal? Hvort sem að Daníel Finns fer eða ekki þá held ég að hópurinn sé alltaf lifandi excel-skjal," sagði formaðurinn að lokum.

Daníel er 21 árs sóknarþenkjandi miðjumaður sem verður samningslaus í lok árs.
Athugasemdir
banner
banner