Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. maí 2022 09:10
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Finns ekki í hóp hjá Leikni í gær - „Veit ekki stöðuna á því"
Daníel Finns Matthíasson
Daníel Finns Matthíasson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kundai Benyu kemur líklega ekki
Kundai Benyu kemur líklega ekki
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, var ekki í hópnum í gær er liðið gerði markalaust jafntefli við Víking í Bestu deildinni en hann vill komast frá félaginu.

Daníel, sem er 21 árs gamall sóknarþenkjandi miðjumaður, er uppalinn í Leikni og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki liðsins fyrir sex árum síðan.

Hann hefur verið fastamaður í liðinu síðustu þrjú tímabil og hafði átt afar gott undirbúningstímabil í ár. Síðasta sumar skoraði hann eitt mark og átti tvær stoðsendingar í efstu deild.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var sagt að viðræður væru í gangi milli Stjörnunnar og Leiknis um kaupverðið á Daníel en fleiri félög vilja fá hann. Greint hefur verið frá því að Daníel vilji yfirgefa Leikni.

Þegar Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara liðsins, á dögunum þá vildi hann ekki svara spurningum um Daníel en leikmaðurinn var á bekknum gegn ÍBV í síðustu viku. Hann kom þá inná en var ekki sjáanlegur í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Víking.

Sigurður var spurður út í stöðuna í gær en tjáði sig lítið um málið.

„Ég veit bara ekki stöðuna á því," sagði Sigurður eftir leikinn við Víking.

Ólíklegt að Benyu komi

Leiknismenn hafa skoðað það að fá Kundai Benyu frá Vestra fyrir lok gluggans en Sigurður telur ólíklegt að hann mæti í Breiðholtið.

„Við höfum alveg pælt í því eins og ég hef sagt áður en mér finnst það mjög ólíklegt," sagði hann í lokin.

Sjá einnig:
Vildi ekki svara spurningum um Daníel Finns
Siggi Höskulds: Loksins dómgæslan með okkur í dag
Athugasemdir
banner
banner