Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. mars 2021 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi átti að fá aðra tilraun - „Ein stærstu mistök VAR til þessa"
Mynd: Getty Images
Barcelona er úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Paris Saint-Germain í París í kvöld. Börsungar töpuðu fyrri leiknum á heimavelli 1-4 og því fór einvígið samanlagt 5-2 fyrir PSG.

Messi jafnaði með stórkostlegu marki eftir að Kylian Mbappe hafði komið PSG yfir af vítapunktinum.

Messi fékk tækifæri til að koma Barcelona í 2-1 fyrir lok fyrri hálfleiks en hann klikkaði af vítapunktinum. Kaylor Navas varði frá argentíska snillingnum.

Messi hefði samkvæmt regluverkinu átt að fá aðra tilraun á vítapunktinum. Marco Verratti, miðjumaður PSG, var kominn inn í D-bogann áður en Messi sparkaði í boltann og hann var fyrsti maður á frákastið.

„Þetta eru ein stærstu mistök VAR til þessa," sagði dómarinn Iturralde González við AS.

Hér að neðan má sjá mynd af þessu. Vítaspyrnan var skoðuð aftur í VAR en leik var haldið áfram. Ef Messi hefði fengið aðra tilraun og skorað, þá hefði seinni hálfleikurinn verið mun meira spennandi.

Sjá einnig:
Átta-liða úrslitin öðruvísi í ár: Enginn Ronaldo, enginn Messi




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner