Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   lau 11. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Bikarmeistarar 2019.
Bikarmeistarar 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Una Þórðardóttir.
Íris Una Þórðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halla Helgadóttir.
Halla Helgadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloé Lacasse.
Cloé Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól átti gott tímabil í fyrra með liði Selfoss sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna.

Barbára var valin í úrvalslið tímabilsins og var á síðasta ári valin íþróttakona ársins á Selfossi. Í dag sýnir Barbára hina hliðina sína.

Fullt nafn: Barbára Sól Gísladóttir Hlíðdal

Gælunafn: Bára

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Á kærasta

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Þegar ég var 15 ára

Uppáhalds drykkur: Blár kristall

Uppáhalds matsölustaður: Kaffi Krús

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl hehe

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Desperate Housewives

Uppáhalds tónlistarmaður: Beyoncé

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nutella, jarðaber og oreo eða jarðaber, piparfylltur lakkrís og hockey pulver.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Gleðilega páska” - frá skólanum mínum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Víking Ó

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Cloé sem var í ÍBV

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Alfreð Elías Jóhannsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Íris Una í Fylki, erum herbergisfélagar í U19 og það er oftast slagur á milli okkar þegar við mætumst. En erum svo bestu vinkonur utan vallar.

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum bikarmeistaratitilinn á móti KR í fyrra.

Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum 2-1 á móti Hollandi í milliriðli EM U19 í fyrra, en við hefðum komist á EM með sigri.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sveindís Jane Jónsdóttir í Breiðablik

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viðar Örn Kjartansson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Heiðdís Lillýardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Halla Helgadóttir er svaka höstler.

Uppáhalds staður á Íslandi: Selfoss

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar dómarinn missti rauða spjaldið sitt í grasið og liðsfélaginn minn tók það upp og gaf dómaranum rautt spjald.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tannbursta

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial/Vapor 13 Elite

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var lélegust í Dönsku

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Höllu Helgadóttir, Ástu Sól og Brynhildi Brá.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég borða ekki kartöflur.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hólmfríður Magnúsdóttir, kom mér mikið á óvart hversu geggjuð hún væri í fótbolta þótt hún væri ný búin að eignast barn og dró liðið mikið með sér áfram. Einnig er hún sjúklega skemmtileg.

Hverju laugstu síðast: Ég og vinkona mín lugum að starfsmanni í sundlaug um að við værum yngri en við erum, svo við fengum frítt inn.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Borða, Læra, fara út að hlaupa, gera styrktaræfingar og boltaæfingar. Borða kvöldmat og stundum að læra meira eða að horfa á þætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner