Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 10:24
Brynjar Ingi Erluson
Messi: Dreymt um þetta lengi
Lionel Messi var magnaður á Copa America
Lionel Messi var magnaður á Copa America
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Lionel Messi vann fyrsta titil sinn með argentínska landsliðinu í nótt er það vann Brasilíu 1-0 í úrslitaleik Copa America.

Sjá einnig:
Copa America: Fyrsti stóri titill Messi með Argentínu
Myndir: Neymar grét eftir tap Brasilíu
Sjáðu sigurmark Argentínu og myndir af Messi fagna

Messi skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm á mótinu en hann var valinn besti leikmaður mótsins eftir leikinn í nótt.

Hann hafði aldrei unnið titil með A-landsliði Argentínu fyrir leikinn í gær og því var það kærkomið þegar flautað var til leiksloka. Messi fagnaði af mikilli ákefð.

„Þetta er bilun og hamingjan sem ég er að upplifa er ólýsanleg," sagði Messi.

„Ég vissi að þetta myndi gerast á einhverjum tímapunkti en markmiðið var ljóst fyrir mót og okkur tókst að enda uppi sem sigurvegarar. Ég er svo ótrúlega glaður og þetta er eitthvað sem ég hef dreymt um lengi."

„Ég sagði við Fideo (Di Maria) að hann myndi ná fram hefndum í dag og þannig var það. Ég vil deila þessu með þeim liðsfélögum sem voru svo nálægt því að vinna mótið en tókst ekki. Þetta er líka fyrir þá."

„Mér finnst eins og guð hafi verið að geyma þetta augnablik fyrir mig. Það að mæta Brasilíu í úrslitum og í landinu þeirra. Ég vil hrósa þjálfaranum. Hann vildi alltaf það besta fyrir landsliðið og hann vissi hvernig hann myndi setja saman sigurlið og á hann hrós skilið fyrir þennan sigur

„Ég þurfti að losa mig þennan pirring að þurfa að vinna eitthvað með landsliðinu. Ég hef komist nálægt því síðustu ár og ég vissi að þetta myndi ekki alltaf ganga upp en að það myndi þó gerast á einhverjum tímapunkti og ég get ekki hugsað um betra augnablik en þetta,"
sagði Messi eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner