Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. júlí 2021 02:00
Elvar Geir Magnússon
Copa America: Fyrsti stóri titill Messi með Argentínu
Messi og vinir hans fagna innilega í leikslok.
Messi og vinir hans fagna innilega í leikslok.
Mynd: Getty Images
Argentína 1 - 0 Brasíla
1-0 Angel Di Maria ('22 )

Brasilía tapaði á heimavelli í úrslitaleik Copa America nú í nótt gegn Argentínu, öðrum risa í Suður-Ameríku. Úrslitaleikurinn fór fram á hinum sögufræga Maracana leikvangi.

Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn og hinn 34 ára Messi var 'tolleraður' af liðsfélögum sínum en þetta var langþráður sigur hjá honum með Argentínu á stórmóti.

Þetta var í tíunda sinn sem hann klæddist argentínska búningnum á stórmóti en í það fyrsta sem hann fékk gullpening um hálsinn.

Argentína vann Copa America síðast fyrir 28 árum.

Angel di Maria skoraði sigurmarkið í nótt en hann kláraði glæsilega eftir magnaða stoðsendingu Rodrigo de Paul. Ríkjandi meistarar í Brasilíu voru sársvekktir í leikslok.

Sjö þúsund áhorfendur voru á úrslitaleiknum, allt boðsgestir, en þetta var eini leikur mótsins með áhorfendum í stúkunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner