Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
A- og B-lið Breiðabliks - Öflugir leikmenn utan hóps
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur fengið inn tvo erlenda leikmenn á síðustu vikum, þá Benjamin Stokke og Daniel Obbekjær, og leikmannahópur liðsins farinn að taka á sig mynd. Fótbolti.net hefur sett upp mögulegt A- og B-lið Víkings og Vals í vetur - allt gert til gamans - og nú er komið að Breiðabliki.

Hópnum er skipt upp í A- og B-lið og þarf það alls ekki að endurspegla hvernig þjálfararnir líta á stöðu leikmannanna. Stokke kemur inn í A-liðið en Obbekjær þarf að sanna sig og slá út annað hvort Damir eða Viktor til að komast þar að. Patrik Johannesen er í A-liðinu þrátt fyrir að vera koma til baka eftir mjög erfið meiðsli.

Utan hóps eru leikmenn sem hafa verið í hóp á undirbúningstímabilinu eða komu við sögu á síðasta tímabili. B-liðið er ansi sterkt og ljóst er að ekki allir í A- og B-liðinu geta verið í leikmannahópnum hverju sinni.

Utan hóps: Tómas Orri Róbertsson, Ásgeir Helgi Orrason, Atli Þór Gunnarsson, Jón Sölvi Símonarson, Gabríel Snær Hallsson og Arnar Smári Arnarsson.
Athugasemdir
banner
banner