Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði í viðtalivið Fótbolta.net í gær að hann efaðist um að nokkurt íslenskt félag hefði verið með jafn öflugan mannskap og Víkingur er með í dag.
Víkingar tilkynntu þrjá nýja leikmenn í gær og Fótbolti.net setti saman tvö byrjunarlið skipuð leikmönnum Víkings. Hópnum er skipt upp í A- og B-lið og er það að sjálfsögðu til gamans gert og þarf alls ekki að endurspegla hvernig þjálfararnir líta á stöðu leikmannanna.
Víkingar tilkynntu þrjá nýja leikmenn í gær og Fótbolti.net setti saman tvö byrjunarlið skipuð leikmönnum Víkings. Hópnum er skipt upp í A- og B-lið og er það að sjálfsögðu til gamans gert og þarf alls ekki að endurspegla hvernig þjálfararnir líta á stöðu leikmannanna.
Utan hóps eru leikmenn sem komu við sögu í leik í sumar eða voru á láni frá Víkingi og léku í Bestu deildinni eða Lengjudeildinni í sumar og eiga jafnvel unglingalandsleiki.
Utan hóps: Uggi Jóhann Auðunsson (byrjaði í úrslitaleik Bose), Hrannar Ingi Magnússon (kom við sögu í leik í sumar), Daði Berg Jónsson (kom við sögu í leik í sumar), Jóhann Kanfory Tjörvason (kom við sögu í leik í sumar), Ísak Daði Ívarsson (var á láni hjá Keflavík, tveir unglingalandsleikir), Sigurður Steinar Björnsson (var á láni hjá Gróttu, fjórir unglingalandsleikir), Bjarki Björn Gunnarsson (var á láni hjá ÍBV), og Jochum Magnússon (unglingalandsliðsmarkvörður).
Athugasemdir