Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 22. janúar 2024 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona líta A- og B-lið Vals út
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Í desember setti Fótbolti.net upp mögulegt A- og B-lið Víkings til gamans. Í dag er komið að Valsmönnum. Þeir styrktu sig um helgina með kaupum á Jónatani Inga Jónssyni sem keyptur var frá Sogndal í Noregi.

Valsmenn hafa fengið nokkra leikmenn frá því að síðasta tímabili lauk en enginn nema Jónatan styrkir sterkasta lið Vals að mati Fótbotla.net.

Hópnum er skipt upp í A- og B-lið og er það að sjálfsögðu til gamans gert og þarf alls ekki að endurspegla hvernig þjálfararnir líta á stöðu leikmannanna.

Utan hóps eru leikmenn sem hafa verið í hóp á undirbúningstímabilinu, eiga unglingalandsleiki eða voru á láni frá Val og léku í Bestu deildinni eða Lengjudeildinni síðasta sumar.

Utan hóps: Tristan Snær Daníelsson, Arnór Ingi Kristinsson, Þórður Sveinn Einarsson, Ólafur Flóki Stephensen, Óliver Steinar Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner