Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 13. apríl 2016 22:23
Elvar Geir Magnússon
Spilaði yfir 300 leiki fyrir Arsenal - Er róni í dag
Kenny Sansom í slæmu ástandi.
Kenny Sansom í slæmu ástandi.
Mynd: Mirror
Kenny Sansom er tólfti leikjahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 86 leiki. Þessi fyrrum varnarmaður lék yfir 300 leiki fyrir Arsenal en er í dag 57 ára og peninga- og heimilislaus.

Hann átti blómlegan fótboltaferil en eftir að honum lauk hefur hann átt erfitt uppdráttar og glímt við alkahólisma og spilafíkn.

Sansom fór í meðferð í fyrra og hélt sér þurrum í fimm mánuði áður en hann féll.

Hann hefur nú verið á fylleríi í þrjár vikur samfleytt eftir því sem kemur fram á vefsíðu Mirror.

„Þegar ég hætti að drekka fór ég að veðja til að halda mér frá drykkjunni. Því miður hélt ein fíkn mér frá annarri. Ekki sniðugt. Sem stendur er ég að gera báða hluti og það hjálpar mér ekki. Ég er ekki stoltur af þessu en það þýðir ekki að ég leyni þessu," segir Sansom.

„Ég elska veðmál. Ef ég tapa veðmáli á ég mun verri dag en ef ég er að drekka. Ég held að ég muni aldrei hætta að drekka. Ég hef oft farið í meðferð en hef ekki fundið vilja til að hætta að drekka."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner