Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 13. apríl 2020 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn United spenntir eftir vatnssopa Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho er mikið á milli tannana á fólki. Hann er líklegur til þess að færa sig um set frá þýska félaginu Borussia Dortmund í næsta félagaskiptaglugga.

Í slúðrinu í morgun kom fram að Sancho hefði ekki áhuga á að fara til Chelsea. Sancho hefur hvað mest verið orðaður við Manchester United.

Sancho, sem er tvítugur að aldri, hefur slegið í gegn með Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Manchester City árið 2017. Talið er að hann gæti kostað um 100 milljónir punda.

Hann var með Instagram Live í gærkvöldi þar sem hann svaraði spurningum aðdáenda sinna. Hann fékk auðvitað margar spurningar um framtíð sína, en reyndi að svara þeim ekki.

Í gærkvöldi er Sancho var á Instagram fór svo í dreifingu myndband á samfélagsmiðlum sem gerði stuðningsmenn Manchester United mjög spennta.

Einn aðdáandi Sancho skrifaði: „Taktu vatnssopa ef þú ert að fara til United."

Sancho brosir þá í myndavélina og fær sér vatnssopa.

Þetta gerði stuðningsmenn Manchester United mjög spennta og telja þeir að þarna hafi Sancho verið að senda skilaboð um það að hann verði á næstunni leikmaður Manchester United. Það þarf reyndar voðalega lítið til að gera fótboltaáhugamenn spennta þessa stundina þar sem enginn fótbolti er í gangi vegna kórónuveirufaraldursins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner