Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. september 2020 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Neville: Umfjöllunin um Greenwood er farin yfir strikið
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood, 18 ára framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu vikuna.

Ensku miðlarnir hafa verið óvægir í umfjöllun sinni um þennan táning sem gerði mistök þegar hann kom til Íslands og bauð íslenskri stelpu upp á hótel til sín þrátt fyrir að vera í liðseinangrun vegna Covid-19.

Fjallað hefur verið um málið undanfarna viku en í morgun birtust gamlar myndir af Greenwood þar sem hann innbyrðir hláturgas og gaf ungstirnið út yfirlýsingu vegna málsins.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, er ekki ánægður með hversu grimmileg fjölmiðlaumfjöllunin hefur verið.

„Mér finnst þetta óþægilegt, ég skil viðbrögð síðustu viku þar sem hann gerðist sekur um að brjóta reglur með enska landsliðinu. Á hvaða tímapunkti er verið að leggja hann í einelti? Mér líður eins og fréttin sem birtist í morgun, sérstaklega í ljósi umfjöllunar síðustu viku, hafi farið yfir strikið," sagði Neville á Sky Sports.

„Hann er ungur strákur og ef þið munið þá lenti Raheem Sterling í svipuðu fyrir nokkrum árum. Hann kvartaði undan einelti fjölmiðla og þetta er að gerast aftur. Þessi frétt sem birtist í morgun hjálpar ekki neinum. Svona umfjöllun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga."

Neville býst þó við að Man Utd muni hjálpa Greenwood í gegnum allt þetta fjölmiðlafár.

„Félagið og liðsfélagarnir munu standa með honum, stuðningsmenn Man Utd gera það líka. Allir stuðningsmannahópar myndu standa með sínum manni, sérstaklega þegar það er drengur eins og Mason Greenwood sem er uppalinn hjá félaginu.

„Ég elska Mason Greenwood sem leikmann og það er nokkuð ljóst að allir strákar á hans aldri gera mistök, hvort sem þeir eru knattspyrnumenn, að læra lögfræði eða að læra til að verða píparar.

„Ég skil viðbrögðin við heimskuparinu með landsliðinu, það er mikilvægt að fjalla um það. Þessi umfjöllun sem birtist í morgun fer yfir strikið."


Sjá einnig:
Greenwood biðst afsökunar fyrir að innbyrða hláturgas
Greenwood biðst afsökunar: Get bara kennt sjálfum mér um
Athugasemdir
banner
banner
banner