þri 08. september 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Greenwod biðst afsökunar: Get bara kennt sjálfum mér um
Greenwood í leiknum á laugardaginn.
Greenwood í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mason Greenwood, framherji Manchester United, hefur beðist afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að hitta tvær íslenskar stelpur um helgina.

Greenwood og Phil Foden voru sendir heim úr verkefni með enska landsliðinu í gær eftir að upp komst að þeir hittu tvær íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins um helgina og brutu með því sóttvarnarreglur.

„Eftir að hafa fengið tækifæri til að fara yfir það sem gerðist þá vil ég biðja alla afsökunar á vandræðunum sem ég hef valdið. Það var óábyrgðarfullt hjá mér að brjóta reglur vegna Covid 19, reglur sem eru til staðar til að vernda leikmenn, starfsfólk og almenning," sagði Greenwood í yfirlýsingu í dag.

„Ég vil sérstaklega biðja Gareth Southgate afsökunar fyrir að hafa valdið honum vonbrigðum eftir að hann sýndi mér mikið traust."

„Að spila fyrir enska landsliðið var eitt af þeim augnablikum sem ég er stoltastur af í lífinu og ég get bara kennt sjálfum mér um þessi risa mistök. Ég lofa fjölskyldu minni, stuðningsmönnum, Manchester United og enska landsliðinu að ég mun læra af þessari lexíu."


Hinn 18 ára gamli Greenwood kom inn á sem varamaður í 1-0 sigrinum gegn Íslandi á laugardaginn en um var að ræða hans fyrsta landsleik á ferlinum.

Sjá einnig:
Foden og Greenwood brutu reglur
Foden og Greenwood reknir úr hópnum
Stelpurnar sýndu frá samskiptum sínum við Foden og Greenwood
Southgate segir málið mjög alvarlegt
Foden og Greenwood biðjast afsökunar
Yfirlýsing frá Man Utd: Hegðun Greenwood olli vonbrigðum
Þórólfur staðfestir brot Englendinga: Ætti að ógilda úrslitin
Myndband birt af stelpunum að spjalla við Foden og Greenwood
Foden og Greenwood fara í einkaflugvél í kvöld
Íslenska lögreglan sektaði Foden og Greenwood
Yfirlýsing frá Foden: Ég tók slæma ákvörðun
Stelpurnar nafngreindar í fjölmiðlum á Englandi
Myndaveisla: Greenwood og Foden prýða forsíðurnar á Englandi
Athugasemdir
banner
banner