Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 14. apríl 2020 10:07
Magnús Már Einarsson
Gylfi seldur frá Everton í sumar?
Mynd: Getty Images
Vefsíðan Football Insider segir frá því í dag að Everton sé að íhuga að selja Gylfa Þór Sigurðsson í sumar.

Gylfi kom til Everton frá Swansea á 45 milljónir punda árið 2017 og varð um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Ljóst er að kaupverð á leikmönnum mun lækka talsvert eftir kórónuveirufaraldurinn auk þess sem Gylfi verður 31 árs síðar á árinu.

Samkvæmt fréttinni getur Everton því ekki reiknað með að fá sama verð fyrir Gylfa og félagið keypti hann á.

Everton gæti selt Gylfa á tuttugu milljónir punda samkvæmt fréttinni en ennþá er óljóst hvort og hvenær tímabilið á Englandi klárast og þar af leiðandi er einnig óljóst hvenær félagaskiptaglugginn verður í gangi.
Athugasemdir
banner