Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 14. júní 2017 13:59
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Reykjavík er stórkostleg borg
Guardiola hlakkar til að koma til Íslands.
Guardiola hlakkar til að koma til Íslands.
Mynd: Getty Images
„Við hlökkum mikið til að mæta West Ham í spennandi leik og heimsækja hina stórkostlegu borg Reykjavík," segir Pep Guardiola stjóri Manchester City í viðtali við heimasíðu félagsins.

Guardiola mætir með sína menn í æfingaleik gegn West Ham sem fram fer á Laugardalsvelli 4. ágúst.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

„Ísland er fallegt land og það verður okkur mikil ánæga að fara þangað og upplifa landslagið, menninguna, hitta fólkið og gleðja stuðningsmennina. Við vitum að á Íslandi elska fólk enska boltann."

„Leikurinn verður gríðarlega mikilvægur til að fínstilla liðið fyrir komandi tímabil," segir Guardiola en leikurinn verður viku áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst.

Sjá einnig:
Ætla að slá áhorfendametið á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner