Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. mars 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom aldrei til umræðu hjá Breiðabliki að reyna við Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær að félagið hefði ekki tekið þátt í kapphlaupinu um Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi er uppalinn hjá FH og Breiðabliki, byrjaði í yngri flokkum FH áður en hann skipti yfir í Breðablik árið 2003 í 4. flokki og var þar til ársins 2005 þegar hann var svo keyptur til Reading á Englandi. Gylfi er að mæta aftur til Íslands, skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær.

„Það stillir deildinni upp á hærra plan, eykur umfjöllun og áhuga. Þetta er frábært fyrir Val, frábært fyrir deildina og vonandi frábært fyrir Gylfa. Við tökum honum fagnandi. Ég held að maður vilji alltaf fá leikmann af þessu kaliberi en við tókum ekki þátt í kapphlaupinu í þetta skiptið," sagði Dóri.

En hvers vegna tók Breiðablik ekki þátt í kapphlaupinu?

„Það kom eiginlega aldrei til umræðu hjá okkur. Við vorum meðvitaðir um að Gylfi myndi sennilega vera með talsverðar launakröfur og vildum frekar nota okkar budget í aðrar stöður á vellinum. Það er bara ákvörðun sem er tekin," sagði Karl Daníel Magnússon sem er deildarstjóri afrekssviðs hjá knattspyrnudeild Breiðabliks.

Breiðablik er með marga miðjumenn innan sinna raða þrátt fyrir að hafa í vetur misst Anton Loga Lúðvíksson og Gísla Eyjólfsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner