Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fim 14. mars 2024 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það er gott að vinna og fá hraðan og góðan leik, frammistaðan hefði getað verið betri en úrslitin góð," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

Undirritaður fannst Þórsarar pressa vel á Blikana og valda þeim miklum vandræðum oft á tíðum.

„Er það? Mér fannst við valda okkur sjálfum mestum vandræðum. Þórsarar vissulega pressuðu hátt og mikill djöfulgangur. Mér fannst við hafa fín tök í fyrri hálfleik, komumst í góðar stöður til að komast í góða forystu. Í seinni hálfleik komu þeir hærra upp með fleiri menn og það voru sannarlega tækifæri til að komast aftur fyrir þá," sagði Dóri.

„Svo fórum við að spila þeirra leik og fara hamra honum í gegn þrátt fyrir að það hafi verið engin pressa á okkur. Þá réttum við þeim spilin og þá voru þeir virkilega öflugir og tóku yfir leikinn á tímabili. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir eru góðir í."

Dóri var spurður út í félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals. Gylfi lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku á sínum tíma.

„Það stillir deildinni upp á hærra plan, eykur umfjöllun og áhuga. Þetta er frábært fyrir Val, frábært fyrir deildina og vonandi frábært fyrir Gylfa. Við tökum honum fagnandi," sagði Dóri.

„Ég held að maður vilji alltaf fá leikmann af þessu kaliberi en við tókum ekki þátt í kapphlaupinu í þetta skiptið."


Athugasemdir
banner
banner
banner