Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
   fim 14. mars 2024 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það er gott að vinna og fá hraðan og góðan leik, frammistaðan hefði getað verið betri en úrslitin góð," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

Undirritaður fannst Þórsarar pressa vel á Blikana og valda þeim miklum vandræðum oft á tíðum.

„Er það? Mér fannst við valda okkur sjálfum mestum vandræðum. Þórsarar vissulega pressuðu hátt og mikill djöfulgangur. Mér fannst við hafa fín tök í fyrri hálfleik, komumst í góðar stöður til að komast í góða forystu. Í seinni hálfleik komu þeir hærra upp með fleiri menn og það voru sannarlega tækifæri til að komast aftur fyrir þá," sagði Dóri.

„Svo fórum við að spila þeirra leik og fara hamra honum í gegn þrátt fyrir að það hafi verið engin pressa á okkur. Þá réttum við þeim spilin og þá voru þeir virkilega öflugir og tóku yfir leikinn á tímabili. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir eru góðir í."

Dóri var spurður út í félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals. Gylfi lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku á sínum tíma.

„Það stillir deildinni upp á hærra plan, eykur umfjöllun og áhuga. Þetta er frábært fyrir Val, frábært fyrir deildina og vonandi frábært fyrir Gylfa. Við tökum honum fagnandi," sagði Dóri.

„Ég held að maður vilji alltaf fá leikmann af þessu kaliberi en við tókum ekki þátt í kapphlaupinu í þetta skiptið."


Athugasemdir
banner
banner