Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   fim 14. mars 2024 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það er gott að vinna og fá hraðan og góðan leik, frammistaðan hefði getað verið betri en úrslitin góð," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

Undirritaður fannst Þórsarar pressa vel á Blikana og valda þeim miklum vandræðum oft á tíðum.

„Er það? Mér fannst við valda okkur sjálfum mestum vandræðum. Þórsarar vissulega pressuðu hátt og mikill djöfulgangur. Mér fannst við hafa fín tök í fyrri hálfleik, komumst í góðar stöður til að komast í góða forystu. Í seinni hálfleik komu þeir hærra upp með fleiri menn og það voru sannarlega tækifæri til að komast aftur fyrir þá," sagði Dóri.

„Svo fórum við að spila þeirra leik og fara hamra honum í gegn þrátt fyrir að það hafi verið engin pressa á okkur. Þá réttum við þeim spilin og þá voru þeir virkilega öflugir og tóku yfir leikinn á tímabili. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir eru góðir í."

Dóri var spurður út í félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals. Gylfi lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku á sínum tíma.

„Það stillir deildinni upp á hærra plan, eykur umfjöllun og áhuga. Þetta er frábært fyrir Val, frábært fyrir deildina og vonandi frábært fyrir Gylfa. Við tökum honum fagnandi," sagði Dóri.

„Ég held að maður vilji alltaf fá leikmann af þessu kaliberi en við tókum ekki þátt í kapphlaupinu í þetta skiptið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner