Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   fim 14. mars 2024 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það er gott að vinna og fá hraðan og góðan leik, frammistaðan hefði getað verið betri en úrslitin góð," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

Undirritaður fannst Þórsarar pressa vel á Blikana og valda þeim miklum vandræðum oft á tíðum.

„Er það? Mér fannst við valda okkur sjálfum mestum vandræðum. Þórsarar vissulega pressuðu hátt og mikill djöfulgangur. Mér fannst við hafa fín tök í fyrri hálfleik, komumst í góðar stöður til að komast í góða forystu. Í seinni hálfleik komu þeir hærra upp með fleiri menn og það voru sannarlega tækifæri til að komast aftur fyrir þá," sagði Dóri.

„Svo fórum við að spila þeirra leik og fara hamra honum í gegn þrátt fyrir að það hafi verið engin pressa á okkur. Þá réttum við þeim spilin og þá voru þeir virkilega öflugir og tóku yfir leikinn á tímabili. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir eru góðir í."

Dóri var spurður út í félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals. Gylfi lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku á sínum tíma.

„Það stillir deildinni upp á hærra plan, eykur umfjöllun og áhuga. Þetta er frábært fyrir Val, frábært fyrir deildina og vonandi frábært fyrir Gylfa. Við tökum honum fagnandi," sagði Dóri.

„Ég held að maður vilji alltaf fá leikmann af þessu kaliberi en við tókum ekki þátt í kapphlaupinu í þetta skiptið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner