Heimild: Viðskiptablaðið
Launakröfur Gylfa Þórs Sigurðssonar hljóðuðu alls upp á tvær milljónir króna á mánuði samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.
Sagt er að þessar upplýsingar hafi Valur, Víkingur, KR og mögulega fleiri félög sem reyndu að fá hann í sínar raðir fengið.
Sagt er að þessar upplýsingar hafi Valur, Víkingur, KR og mögulega fleiri félög sem reyndu að fá hann í sínar raðir fengið.
Gylfi gerði tveggja ára samning við Val í gær en Viðskiptablaðið hefur ekki upplýsingar um hvort Valur hafi samþykkt launakröfur Gylfa. Sögusagnir hafa verið um að auk fastra launa sé hann með ákveðið bónuskerfi í samningi sínum við Hlíðarendafélagið.
Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins en verður hinsvegar ekki í landsliðshópnum sem opinberaður verður seinna í dag.
„Þó ofangreindar launakröfur séu mjög háar í efstu deild karla hér á landi eru þær dropi í hafið miðað við laun Gylfa hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton. Samkvæmt lista Viðskiptablaðsins í tímaritinu Áramótum var Gylfi með um 850 milljónir króna í árslaun hjá enska félaginu áður en málið kom upp," segir í frétt Viðskiptablaðsins.
Athugasemdir