Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 16. apríl 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amnesty International gagnrýnir kaupin á Newcastle
Mohammed bin Salman við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA.
Mohammed bin Salman við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA.
Mynd: Getty Images
Fjárfestingafélagið PCD Partners er að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United, sem hefur verið í eigu Mike Ashley síðustu þrettán ár.

Fjárfestingafélagið er styrkt af sádí-arabísku konungsfjölskyldunni og setja mannréttindasamtökin Amnesty International stórt spurningarmerki við kaupin.

Guardian greinir frá því að eigendaskiptin verði staðfest á næstu vikum og að Sádarnir borgi 310 milljónir punda fyrir Newcastle.

„Við verðum að opna augun og sjá hvað er að gerast í raun og veru: Sádí-Arabía er að nota frægð og orðstír ensku úrvalsdeildarinnar sem tól til að draga athyglina frá mannréttindabrotum landsins," segir Felix Jakens, yfirmaður Amnesty í Bretlandi.

„Undir stjórn Mohammed bin Salman hefur mannréttindabrotum í Sádí-Arabíu fjölgað. Nú er heimurinn í kreppu og þess vegna hafa þessi eigendaskipti ekki fengið mikla athygli. Þetta eru kaup sem kalla á frekari athugun, þetta eru kaup sem þarf að grannskoða."
Athugasemdir
banner
banner
banner