Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 16. maí 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Milan þarf að snúa þessu við
Mynd: EPA

Nágrannaliðin AC Milan og Inter eigast við í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og fer seinni leikur liðanna fram í kvöld.


Milan er í erfiðri stöðu í viðureigninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0-2 fyrir framan sína eigin stuðningsmenn á San Siro.

Í kvöld verður spilað fyrir framan stuðningsmenn Inter og ljóst að Milan þarf að skora minnst tvö mörk og halda hreinu til að knýja leikinn í framlengingu.

Rafael Leao er skærasta stjarna Milan en missti af fyrri leiknum gegn Inter vegna meiðsla. Hann er tæpur fyrir leik kvöldsins og vonast Stefano Pioli til að hafa hann liðtækan fyrir byrjunarliðið.

Leikurinn verður sýndur á Viaplay.

Leikur kvöldsins:
19:00 Inter - Milan (2-0)


Athugasemdir
banner
banner
banner