Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Bjarki glímir við erfið meiðsli - „Batinn er hægur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarki Jósepsson var annan leikinn í röð ekki í leikmannahópi ÍA þegar liðið mætti KR í gær. Aron Bjarki, sem er fyrrum leikmaður KR, var í liðsstjórn Skagamanna í gær.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í Aron í viðtali eftir leikinn í gær.

„Aron meiddist á hásin fyrir landsleikjafríið og eins og við vitum þá geta það verið ansi erfið meiðsli að glíma við. Hann er í bataferli en batinn er hægur, hann er byrjaður að æfa og skokka og svoleiðis. Svo vonandi koma stefnubreytingar og hraðaaukningar fljótlega inn í það. Við vonum það besta með það en hann er ekki orðinn nógu góður eins og staðan er í dag," sagði Jón Þór.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Jón Þór talar um rán: Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að útskýra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner