Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 17. júlí 2022 16:10
Elvar Geir Magnússon
Rotherham
Í BEINNI - 16:45 Fréttamannafundur Íslands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar eru mættar til Rotherham þar sem leikið verður gegn Frakklandi á morgun.

Leikur Frakklands og Íslands verður á New York leikvangnum og hefst leikurinn klukkan 20 að staðartíma, 19 að íslenskum tíma.

Fróðlegt verður að sjá hvort Ísland komist áfram en ljóst er að búast má við erfiðum leik.

Klukkan 16:45 verður fréttamannafundur Íslands, Þorsteinn Halldórsson landsliðsfyrirliði og Glódís Perla Viggósdóttir varafyrirliði sitja fyrir svörum.

Fylgstu með fréttamannafundinum í beinni textalýsingu
16:58
Þar með er fundinum lokið. Takk fyrir að fylgjast með!

Eyða Breyta
16:58
Glódís spurð út í samanburð við Van Dijk.

"Ég hef ekki séð þetta en mér finnst hann frábær leikmaður svo það er bara jákvætt!"

Eyða Breyta
16:57
Marie-Antoinette Katoto, stærsta stjarna franska landsliðsins, mun ekki spila meira með á Evrópumótinu.

Þorsteinn segir að meiðsli hennar breyti þó engu varðandi leikáætlun sína á morgun, þó hún sé frábær leikmaður.

Eyða Breyta
16:54
Þorsteinn segist ánægður með varnarleik liðsins og vinnusemina, það hafi skilað því að liðið hefur ekki fengið mörg mörk á sig.

Eyða Breyta
16:53
Þorsteinn segir að franski þjálfarinn hafi ekki mikið verið að breyta liðinu sínu milli leikja, sama hvert mikilvægi þeirra er.

Eyða Breyta
16:51
Verða breyttar áherslur í leiknum á morgun?

Þorsteinn: "Það kemur í ljós á morgun, ég kem ykkur á óvart á morgun!"

Eyða Breyta
16:51
Þá byrjar franska pressan að spyrja.

Þorsteinn segir að þetta verði erfiður leikur fyrir íslenska liðið, við þurfum að vera dugleg að nýta tækifærin sem við fáum.

Eyða Breyta
16:50
Glódís: "Við þurfum að eiga toppleik til að geta náð í sigurinn en við höfum fulla trú á því að við getum það."

Eyða Breyta
16:49
Glódís spurð út í hvernig er að vera varafyrirliði.

"Þið elskið að spyrja út í þetta. Það pælir enginn eins mikið í þessu og þið. En það er gríðarlegur heiður en eins og hefur verið talað um eru margir leiðtogar í hópnum."

Eyða Breyta
16:49
Liðsstjórnin mun fylgjast með stöðu mála í hinum leiknum en ætlar ekki að vera í sífellu að láta leikmennina sjálfa vita af því.

Eyða Breyta
16:48
Þorsteinn er brattur fyrir leikinn og segir að í gær hafi verið mjög góður fundur þar sem íslenska liðið telji sig hafa fundið veikleika á franska liðinu sem hægt er að nýta sér.

Eyða Breyta
16:47
Þorsteinn og Glódís spurð út í hitabylgjuna.

Þorsteinn: Leikmenn sjá um að vökva sig vel og passa upp á alla hluti eins og hægt er.

Glódís: Þetta hentar okkur ekki rosalega vel. En þegar maður er kominn inn í leikinn er þetta ekki eitthvað sem maður pælir í. Við verðum vel undirbúnar fyrir þetta og vökvum okkur vel.

Eyða Breyta
16:45
Þorsteinn: Það eru allar heilar og allar klárar. Ég er mjög ánægður með líkamlega standið á leikmönnum. Allar eru í toppstandi.

Eyða Breyta
16:44
Ómar Smárason byrjar á því að bjóða fjölmiðlafólk velkomið og Bjarni Helgason á Mogganum á fyrstu spurningu.

Eyða Breyta
16:44
Glódís Perla, Þorsteinn og Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi eru mætt. Rétt á undan áætlun. Ekki amalegt.

Eyða Breyta
16:43


Það verður afskaplega reyndur dómari á leiknum á morgun, hin 44 ára gamla Jana Adámková frá Tékklandi. Hún hefur mikla reynslu, dæmt á stórmótum og í Meistaradeild kvenna.

Chris Kavanagh, dómari í ensku úrvalsdeildinni, verður í VAR rýminu.

Eyða Breyta
16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar:
Ísland mun á morgun spila við Frakkland í lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumótinu.

Ísland er með örlögin í höndum sér fyrir leikinn því við komumst alltaf áfram með sigri í þessum leik.

Það verður hægara sagt en gert að ná sigri því Frakkland er með ógnarsterkt lið.

Við höfum í heildina mætt Frakklandi sjö sinnum og í sex tilfellum hafa Frakkar farið með sigur af hólmi. Einu sinni tókst Íslandi að vinna en það var í undankeppni EM 2009, þegar Ísland fór í fyrsta sinn á stórmót.

Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði sigurmarkið í þeim leik á 81. mínútu. Margrét Lára átti ótrúlegt sumar þarna þar sem hún skoraði 38 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Val.

Sif Atladóttir, sem er í hópnum núna, byrjaði þann leik og Ásta Árnadóttir, sem er núna sjúkraþjálfari liðsins, var í bakverði.

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 2007:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
2. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
3. Ásta Árnadóttir
4. Edda Garðarsdóttir
5. Sif Atladóttir
6. Ásthildur Helgadóttir (f)
7. Dóra Stefánsdóttir
8. Katrín Jónsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Greta Mjöll Samúelsdóttir
11. Erla Steina Arnardóttir

Höfum tvisvar mætt þeim á stórmóti
Það hefur tvisvar gerst áður að Ísland hefur mætt Frakklandi á stórmóti. Það gerðist á fyrsta stórmótinu hjá stelpunum okkar árið 2009. Í þeim leik skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir fyrsta markið en leikurinn endaði 1-3. Sonia Bompastor, sem er núna þjálfari Lyon, var á meðal markaskorara Frakka í þeim leik.

Svo mættum við þeim í fyrsta leik fyrir fimm árum og var niðurstaðan mjög svekkjandi þar.

Frakkarnir stjórnuðu ferðinni í leiknum en íslenska liðið varðist ótrúlega vel. Við áttum að fá víti í fyrri hálfleik þegar Fanndís Friðriksdóttir féll í teignum en ekkert var dæmt. Frakkarnir fengu svo umdeilt víti undir lokin. Úr því kom sigurmarkið.

Hægt er að skoða textalýsingu frá leiknum árið 2017 með því að smella hérna.

Það verður virkilega spennnandi að sjá hvað gerist á morgun. Möguleikarnir eru klárlega til staðar.

Eyða Breyta
16:22


Salurinn er klár fyrir fundinn. Fréttamennirnir eru í vinnuherbergi við hliðina á þessu herbergi.

Eyða Breyta
16:18



Eyða Breyta
16:17


Hvernig kemst Ísland áfram?
Staðan í riðlinum eftir 1-1 jafnteflið í dag er þannig að Ísland er í 2. sæti riðilsins með 2 stig.

Frakkar hafa þegar unnið riðilinn með 6 stig og tefla því væntanlega aðeins slakara liði en í síðustu tveimur leikjum, en Belgía og Ítalía eru í tveimur neðstu sætunum með 1 stig.

Sigur mun fleyta Íslandi áfram en strákarnir spáðu í það ef Ísland gerir jafntefli eða tapar.

Ef Ísland gerir jafntefli þá verða Belgía og Ítalía að deila stigunum í hinum leiknum. Hin liðin mega ekki vinna ef Ísland tapar stigum gegn Frökkum.

Ef Ísland tapar með meira en tveimur mörkum eða meira og hinn leikurinn fer jafntefli þá er Ísland úr leik.

Sjá nánar:
Ísland gæti farið áfram á prúðmennskunni

Eyða Breyta
16:12
Glódís Perla Viggósdóttir verður á fundinum á eftir ásamt Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara.

Eyða Breyta
16:11
Góðan og gleðilegan daginn!

Velkomin í beina lýsingu frá New York vellinum í Rotherham, keppnisvellinum á morgun þegar Ísland og Frakkland eigast við. Hér mun íslenska liðið æfa á eftir en fyrst verður fréttamannafundur.




Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner