Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 18. apríl 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Record 
Forseti Porto: Mourinho samþykkti samning Man Utd í janúar
Mynd: Getty Images
Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gerði garðinn frægan þegar hann vann portúgölsku deildina og Meistaradeildina á sama tímabili með Porto.

Hann yfirgaf Porto í kjölfarið og náði sögulegum árangri bæði með Chelsea og Inter áður en hann tók við Real Madrid. Hann hélt aftur til Chelsea og var rekinn þaðan í desember 2015.

Næsta starf Mourinho var hjá Manchester United. Hann tók formlega við af Louis van Gaal 27. maí 2016 en virtist nokkuð augljóslega vera búinn að semja við félagið áður en Hollendingurinn fékk að vita að krafta hans væri ekki lengur óskað.

Jorge Nuno Pinto da Costa, forseti Porto, staðfesti í viðtali í gær að Man Utd hafi verið búið að ræða við Mourinho löngu áður en stjóraskiptin áttu sér formlega stað.

„Fyrir nokkrum árum þurftum við að skipta um þjálfara á miðri leiktíð og ráða Jose Mourinho til bráðabirgða út tímabilið. Hann var tilbúinn til að taka við liðinu en sagði að við þyrftum að fá samþykki frá Manchester United," sagði Pinto da Costa.

„Við ræddum við Man Utd en þeir gáfu okkur ekki leyfi vegna þess að félögin hefðu getað mæst í Evrópukeppni seinna á tímabilinu.

„Þetta er saga sem fólk veit ekki af. Ég held mikið uppá þessa sögu því hún sýnir ástina sem Mourinho ber til félagsins. Hann var tilbúinn að vera hálft tímabil hjá FC Porto til að hjálpa félaginu sem var í bráðri neyð."


Mourinho starfar sem knattspyrnustjóri Tottenham í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner