Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 18. ágúst 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cristiano Ronaldo þaggar niður í sögusögnum
Mynd: Getty Images
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Hann hefur verið orðaður við brottför frá Juventus og meðal annars við endurkomu til Real Madrid eða félagaskipti til Manchester City.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo segir ekkert vera til í þessum sögusögnum og vill þagga niður í þeim með færslu á Instagram.

„Allir sem þekkja mig vita hversu einbeittur ég er að mínu starfi. Ég læt verkin tala en í ljósi þess sem hefur verið skrifað um mig síðustu daga þá verð ég að svara fyrir mig," skrifaði Ronaldo.

„Fjölmiðlar eru að sýna mér vanvirðingu sem manneskju og leikmanni með þessum sögum sínum. Ég er ekki á leið aftur til Real Madrid. Ég mun ávalt bera félagið í hjarta mér og ég veit að sannir stuðningsmenn munu halda áfram að bera mig í hjörtum sér.

„Ég vil ekki að fólk geti leikið sér að mínu nafni og sagt að ég sé að fara hingað og þangað. Ég held áfram að vera einbeittur að mínu starfi og þeim áskorunum sem ég kann að mæta. Allt annað er bara tal."



Athugasemdir
banner
banner
banner