Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 20. apríl 2024 09:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Besta deildin aðalmálið á X977 í dag
Halli Hróðmars verður gestur.
Halli Hróðmars verður gestur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin verður aðalmálið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór skoða helstu fótboltafréttir vikunnar og skoða fótboltann hér heima og erlendis.

Besta deildin verður í aðalhlutverki í þættinum í dag en gestur verður fótboltaþjálfarinn Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA og Vals.

Rætt verður um viðureign Stjörnunnar og Vals og hitað upp yfir aðra leiki umferðarinnar, þar á meðal stórleik Víkings og Breiðabliks.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner