Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 20. febrúar 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg tíðindi: Wilshere verður liðsfélagi Jóns Dags og Mikaels
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Það eru ótrúleg tíðindi að berast frá Danmörku; Jack Wilshere er að gerast leikmaður AGF í Árósum.

Þetta herma heimildir staðarmiðilsins Århus Stiftstidende. Leikmaðurinn er búinn að skrifa undir samning út tímabilið og er möguleiki fyrir félagið að framlengja hann um eitt ár.

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson leika með AGF og verður Wilshere því liðsfélagi tveggja íslenskra landsliðsmanna.

Það er óhætt að segja að þessi skipti komi mjög á óvart. Hinn þrítugi ára gamli Wilshere hefur verið félagslaus frá því hann yfirgaf Bournemouth eftir síðasta tímabil.

Ferill þessa fyrrum leikmanns Arsenal hefur einkennst mikið af meiðslum. Hann var talin mikil vonarstjarna og spilaði hann á sínum tíma 34 A-landsleiki fyrir England. Meiðsli trufluðu hann mikið og er hann núna að fara að spila í Danmörku, en það er örugglega eitthvað sem hann bjóst ekki við fyrir um tíu árum síðan.

Wilshere hefur undanfarið æft með Arsenal og einnig fengið að vera í þjálfarateymi U23 liðsins. Hann er búinn að vera að íhuga að hætta í fótbolta, en er ekki búinn að gefast upp.

Hann fær treyju númer tíu í Árósum; ljóst að þetta er eitt stærsta nafn sem hefur komið í danska fótboltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner