Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þungt andrúmsloft á fréttamannafundi Íslands - Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Hareide
Icelandair
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Spurningar tengdar stríðsátökunum lituðu fréttamannafund íslenska landsliðsins í Búdapest í dag. Ísraelskir fjölmiðlamenn þjörmuðu að Age Hareide vegna fyrri ummæla hans tengd átökunum og voru greinilega alls ekki sáttir.

„Þú tjáðir þig um stríðið í Ísrael og talaðir um hluti sem þú veist ekkert um. Sérðu eftir ummælum þínum? Ísrael hefur orðið fyrir fjöldamorði og þú tókst pólitíska afstöðu,“ sagði ísraelskur blaðamaður við Hareide á fundinum í dag.

„Þaðan sem ég kem er tjáningarfrelsi. Stundum verða tilvísanir ekki réttar í þýðingunni. Ég hef áhuga á pólitík. Ég vil að það verði friður. Ég kem frá friðsömu landi og tek enga afstöðu í þessu. Þetta snýst meira um að mér þykir leiðinlegt að þurfa að spila í þessu ástandi. Ég hef ekkert á móti Ísraelum,“ svaraði Hareide.

Annar ísraelskur blaðamaður spurði hvort Hareide áttaði sig á því sem Ísrael hefði gengið í gegnum og spurði hvort hann myndi taka í hendur Ísraela á morgun?

„Auðvitað mun ég gera það,“ svaraði Hareide. „Við spilum á móti fótboltamönnum og mér finnst ekki sanngjarnt að fara inn í þessa pólitísku umræðu núna. Við viljum einbeita okkur að fótboltanum.“

Ísrael og Ísland mætast annað kvöld en leikið verður í Búdapest. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner