
Kristjana Arnarsdóttir á RÚV býst við jöfnum leik á morgun þegar Ísland leikur umspilsleikinn gegn Ísrael.
Kristjana er í Búdapest til að fjalla um leikinn og ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund Age Hareide í dag.
Spurningar ísraelskra fjölmiðlamanna tengdar stríðinu lituðu fundinn en umfjöllunin í kringum leikinn hefur svo sannarlega ekki bara snúist um fótboltann.
Ísraelskir fjölmiðlamenn voru greinilega ekki sáttir við fyrrum ummæli landsliðsþjálfara Íslands tengd ástandinu.
Kristjana er í Búdapest til að fjalla um leikinn og ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund Age Hareide í dag.
Spurningar ísraelskra fjölmiðlamanna tengdar stríðinu lituðu fundinn en umfjöllunin í kringum leikinn hefur svo sannarlega ekki bara snúist um fótboltann.
Ísraelskir fjölmiðlamenn voru greinilega ekki sáttir við fyrrum ummæli landsliðsþjálfara Íslands tengd ástandinu.
„Það er auðvitað sérstakt að vera í kringum allt þetta batterí í dag, við vorum að klára fjölmiðlafund og hann var áhugaverður. Ég held að það séu allir fókuseraðir á verkefnið, þetta snýst um að spila þennan fótboltaleik. Það skiptir Ísland miklu máli að ná árangri á því sviði. Það þarf að setja allt hitt til hliðar, þó það sé gríðarlega flókið þá vona ég að þeir nái því," segir Kristjana.
Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir