Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   þri 21. mars 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: „Auðveldara að setja menn inn á vængina og fram"
Icelandair
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristján Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristján Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Birkir og Alfreð eru báðir fjarri góðu gamni.
Birkir og Alfreð eru báðir fjarri góðu gamni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúleg blóðtaka. Það er verið að taka fjóra algjörlega startera úr fastheldnasta fótboltaliði í heiminum í dag," sagði Tómas Þór Þórðarson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Þar var rætt um forföll sem eru í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Kosóvó á föstudaginn. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Theodór Elmar Bjarnason eru allir fjarri góðu gamni.

„Ég er svolítið feginn að þetta er bara Kosóvó. Við vitum að þetta er gott fótboltalið en það er í mótun á meðan við erum eitthvað mótaðasta fótboltalið sem er til í Evrópu í dag. Þetta mun hafa mikil áhrif og þetta verður erfiður leikur út af því," bætti Tómas við.

„Ég er ekki sammála því að þetta sé svona mikil blóðtaka. Það er ákveðið system í gangi þarna og menn labba inn í það. Emil (Hallfreðsson) og Arnór (Ingvi Traustason) koma inn og þeir þekkja þetta. Kolli er stærsti missirinn fyrir okkar uppspil út af styrk og hæð í loftinu. Mér finnst mesti missirinn líka vera í Birki. Hann er drífandi bæði varnar og sóknarlega og skorar mörk," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í þættinum.

„Við munum sakna þeirra að einhverju leyti, sérstalega í uppspili úr vörninni. Kári hefur átt ófáar sendingarnar upp á Kolbein til að létta á pressu og tengja miðjumenn í spil," sagði Kristján Guðmundsson.

„Þetta verður ekki eins erfitt og ef það myndi til dæmis vanta maga leikmenn í varnarlínunni eða á miðjunni. Ég ber full traust til leikmanna sem koma inn. Þeir eru góðir leikmenn. Að sjálfsögðu veikir þetta liðið en ég hef trú á þeim sem koma inn," sagði Kristján og Brynjar Björn tók undir með honum með það að forföllin gætu bitnað meira á liðinu ef þau væru öðrum stöðum á vellinum,

„Þú ert með grunninn og beinagrindina í öftustu sex mönnunum og markmanninum. Það er auðvedara að setja menn inn á vængina og fram. Við erum með góða og frambærilega menn í það. Það er búið að spila nokkra æfingaleiki frá áramótum og það mun koma til góða," sagði Brynjar Björn.

Alfreð og Kolbeinn hafa verið duglegir að skora með landsliðinu undanfarin ár en þeir verða ekki með á föstudag. „Ég tippa á að það verði Selfoss tvenna í byrjunarliðinu og mörkin koma frá Viðari Erni. Jón Daði hjálpar honum í því," sagði Kristján aðspurður hvaðan mörkin eiga að koma.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Sjónvarpið: „Væri Viðar í landsliðinu núna ef Lars væri þjálfari?“

Athugasemdir
banner
banner