Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mán 20. mars 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: „Væri Viðar í landsliðinu núna ef Lars væri þjálfari?“
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gestir sjónvarpsþáttarins í vikunni.  Kristján Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson.
Gestir sjónvarpsþáttarins í vikunni. Kristján Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Á fréttamannafundi íslenska landsliðsins á föstudag þurfti Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, að svara mörgum spurningum um ölvun Viðars Arnar Kjartanssonar þegar hann var í flugi á leið í æfingabúðir með íslenska landsliðinu í nóvember. Mun þessi umræða hafa áhrif á íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Kosóvó á föstudag?

Málið var rætt í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

„Ég held að þetta hafi ekki áhrif á leikinn. Þetta breytir aðeins aðdragandanum en þetta verður hrist úr hópnum á fyrsta degi ef það er eitthvað. Ég sé ekki að þessi umræða kosti okkur stig. Mér finnst þessi umræða vera óþörf,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net og Kristján Guðmundsson tók undir með honum.

„Ég held að þetta hafi ekki áhrif á liðið. Ég held að menn vilji bara ennþá meira standa sig í leiknum á föstudaginn,“ sagði Kristján.

Tómas Þór Þórðarson var einnig gestur í þættinum og hann veltir þeirri spurningu upp hvort Viðari hefði verið refsað ef Lars Lagerback væri ennþá landsliðsþjálfari.

„Þetta landslið er byggt á hugmyndafræði Lars Lagerback. Hann talaði alltaf um að það væru ekki marga reglur en það væru guidelines. Ein af þeim er að það er ekki vín frá því að þú mætir og þangað til þú ferð. Viðar braut þá reglu ekki faktískt en þetta skýtur upp kollinum. Væri Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðinu núna ef Lars Lagerback væri þjálfari?“

„Ég held að fréttirnar af þessu hafi engin áhrif á þessa stráka en þetta snýst meira um það sem er í gangi innan hópsins. Strákarnir vita að Viðar væri mögulega ekki með í hópnum ef Lars væri þarna. Er orðin breyting á þeirri dýnamík eftir að Heimir varð einn þjálfari? Þeir eru pottþétt að ræða það innan hópsins og það tekur frá leiknum.“


Brynjar Björn tók við orðinu af Tómasi. „Lars er farinn og við þurfum ekkert að tala um það mikið meira. Hann leggur grunn að þessu liði en núna eru Heimir og Helgi búnir að taka við og þeir búa til sínar reglur og venjur fyrir hópinn. Við þurfum ekki að tala mikið meira um söguna hjá Lars. Nú þurfum við að horfa fram veginn og sjá Heimi og Helga búa til sitt lið. Þeir takast á við þetta á sinn hátt,“ sagði Brynjar.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Athugasemdir
banner
banner
banner