Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 23. febrúar 2015 13:28
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn fyrir Algarve - Margrét Lára snýr aftur
Tveir nýliðar
Margrét kemur inn í hópinn á nýjan lei.
Margrét kemur inn í hópinn á nýjan lei.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Lára Kristín Pedersen.
Lára Kristín Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti nú rétt í þessu landsliðshópinn fyrir Algarve æfingamótið í næsta mánuði.

Sjö breytingar eru á hópnum frá því í síðasta verkefni. Margrét Lára Viðarsdóttir kemur inn að nýju eftir barneignarleyfi.

Freyr segir ekki ljóst hvort að Margrét Lára verði fyrirliði eða hvort Sara Björk Gunnarsdóttir verði áfram með fyrirliðabandið. Það verður tilkynnt á fundi í Algarve.

Lára Kristín Pedersen og Sonný Lára Þráinsdóttir eru nýliðar í hópnum að þessu sinni. Lára Kristín leikur á miðjunni hjá Stjörnunni en hún er hugsaður sem vinstri bakvörður í landsliðinu.

Sigrún Ella Einarsdóttir hefði verið í hópnum en hún var að koma úr aðgerð og gat ekki gefið kost á sér.

Algarve mótið hefst 4. mars en Ísland er með Sviss, Noregi og Bandaríkjunum í riðli.

Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Lilleström)
Sandra Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik) - Nýliði

Aðrir leikmenn:
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Elísa Viðarsdóttir (Kristianstads)
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór)
Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir (FC Rosengard)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Katrín Ómarsdóttir (Liverpool)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Dagný Brynjarsdóttir (FC Bayern)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stabæk)
Guðný Björk Óðinsdóttir (Kristianstad)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)

FramherjaR:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Kristianstads)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Avaldsnes)
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Elín Metta Jensen (Valur)
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner