Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 23. ágúst 2022 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Augljóst hvað plan Man Utd var
Trent Alexander-Arnold í leiknum í gær.
Trent Alexander-Arnold í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Það var augljóst hvað plan Manchester United var sóknarlega gegn Liverpool í gær.

Man Utd mætti af krafti í leikinn og sýndi baráttu sem hefur ekki sést lengi hjá liðinu. Leikmenn liðsins uppskáru fyrir það góðan 2-1 sigur gegn erkifjendum sínum.

Man Utd var minna með boltann en þeir voru skilvirkir í sóknarleik sínum. Erik ten Hag og hans teymi voru búnir að setja fram skýrt plan.

Lið United sótti langmest upp vinstra megin, á hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold. Hann er þekktur fyrir að vera slakur varnarlega og átti ekki góðan dag í gær. Joe Gomez spilaði við hlið hans og voru þeir ekki að tengja vel saman. United herjaði á þeirra hlið í vörninni og voru ekki mikið að sækja á Virgil van Dijk.

Hér að neðan má sjá myndband frá Tifo þar sem er farið það hvernig Man Utd vann taktíska bardagann.


Athugasemdir
banner
banner