Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 24. mars 2021 08:27
Victor Pálsson
Leverkusen búið að reka Bosz (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Peter Bosz hefur verið rekinnm sem knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins en Bosz hafði stýrt liðinu frá 2018 til 2021 eftir dvöl hjá Dortmund.

Gengi Leverkusen hefur verið fyrir neðan væntingar í vetur og hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Liðið á þó enn góðan möguleika á Evrópusæti og situr í sjötta sætinu eftir 26 umferðir. Dortmund er sæti ofar en það munar aðeins þremur stigum.

Maður að nafni Hannes Wolf mun stýra Leverkusen út tímabilið eftir brottreksturinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner