Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. júní 2020 10:06
Elvar Geir Magnússon
Af hverju máttu liðin ekki spila á Meistaravöllum?
Vængir Júpiters og KR vildu að leikurinn yrði færður á heimavöll KR en það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð KSÍ.
Vængir Júpiters og KR vildu að leikurinn yrði færður á heimavöll KR en það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Egilshöll.
Frá Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Óþolandi að þurfa spila hér inni. Sérstaklega þar sem bæði félög óskuðu eftir því að leikið yrði á KR-velli. Það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali sem vakti mikla athygli í gær.

KR vann 8-1 sigur á Vængjum Júpiters í Mjólkurbikarnum en Rúnar var allt annað en sáttur við að leikurinn færi fram í Egilshöll.

Samkvæmt reglum KSÍ um bikarkeppnina skal það lið sem dregst á undan leika á heimavelli. Ekki er leyfilegt að færa leiki yfir á heimavelli þeirra liða sem dragast á útivelli.

Mótanefnd getur þó veitt leyfi til að leikið sé á hlutlausum velli í sérstökum tilfellum. Hefðu félögin sótt um að leika á einhverjum hlutlausum velli hefði leyfi væntanlega verið veitt. Gervigrasið í Egilshöll hefur fengið mikla gagnrýni og er ekki vottað af FIFA.

Rúnar ósáttur með KSÍ
Snemma á þessu ári myndaðist talsverð umræða um gæðin á gervigrasinu í Egilshöll. Rúnar og Arnar Gunnlaugsson töluðu meðal annars um meiðslahættu og lélega umhirðu í viðtali við Fréttablaðið.

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í ár var síðan færður úr Egilshöllinni og yfir á heimavöll Vals.

Emil Ásmundsson, sem gekk í raðir KR frá Fylki eftir síðasta tímabil, meiddist í Egilshöllinni í upphafi árs og verður ekkert með í sumar. Í leiknum í gær meiddist svo annar KR-ingur, Gunnar Þór Gunnarsson, og líklegt er að ferli hans sé lokið.

„Nú er ég ekki að álasa Vængjum Júpíters á einn eða neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð. Þetta er alltof dýrt," sagði Rúnar í viðtalinu en hægt er að horfa á það í heild sinni hér að neðan:


Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner