Heimild: Fréttablaðið
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, eru alls ekki hrifnir af gervigrasinu í Egilshöll. Þeir segja það hreint út í Fréttablaðinu í morgun.
„Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna," segir Rúnar en gervigrasið er fjögurra ára gamalt og hefur notkun þess verið gríðarleg.
Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, hafa báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði.
„Ég er enginn sérfræðingur en það þarf að hirða völlinn og fá stráin til að standa upp í loftið en ekki liggja niðri. En mér finnst þetta ekki gott gras og það býður hættunni heim að spila fótboltaleiki þarna."
„Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna," segir Rúnar en gervigrasið er fjögurra ára gamalt og hefur notkun þess verið gríðarleg.
Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, hafa báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði.
„Ég er enginn sérfræðingur en það þarf að hirða völlinn og fá stráin til að standa upp í loftið en ekki liggja niðri. En mér finnst þetta ekki gott gras og það býður hættunni heim að spila fótboltaleiki þarna."
Undanúrslitaleikir Reykjavíkurmótsins fara fram í Egilshöll í kvöld. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason, lykilmenn Víkings, spila ekki leik liðsins í kvöld vegna meiðslahættu í höllinni.
„Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki," segir Arnar Gunnlaugsson við Fréttablaðið.
Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, er ósammála Rúnari og Arnari. Hann segir gervigrasið í Egilshöll vera í góðu ásigkomulagi.
Smelltu hér til að lesa greinina í heild á vefsíðu Fréttablaðsins
Athugasemdir