Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 24. október 2019 09:19
Magnús Már Einarsson
Tveir framherjar til Man Utd í janúar?
Powerade
Solskjær er sagður vilja fá tvo nýja framherja.
Solskjær er sagður vilja fá tvo nýja framherja.
Mynd: Getty Images
Max Aarons er orðaður við Tottenham.
Max Aarons er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það styttist með hverjum deginum í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik og ensku blöðin eru vel meðvituð um það.



Manchester City vill fá Fabian Ruiz (23) miðjumann Napoli en njósnarar frá félaginu fylgdust með honum í leiknum gegn Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi. (Guardian)

Tottenham er á eftir Everton Soares (23) framherja Gremio í Brasilíu. (Sky Sports)

Arsenal ætlar að kaupa varnarmanninn Dayot Upamecano (20) til að minnka varnarvandræði félagsins. (Sun)

Piet de Visser, njósnari Chelsea, vill að félagið kaupi varnarmanninn Nathan Ake (24) frá Bournemouth. (Sky Sports)

Manchester United vill bæta við tveimur framherjum í janúar en Ole Gunnar Solskjær vill hressa upp á sóknarleik liðsins. (Star)

Real Madrid ætlar að reyna að fá markvörðinn Unai Simon (22) frá Athletic Bilbao til að fylla skarð Thibaut Courtois (27). (AS)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að James Maddison sé á réttum stað til að slá í gegn. Maddison hefur verið orðaður við Manchester United. (Leicester Mercury)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Harry Kane framherji Tottenham sé einn sá besti framherji í heimi en segir ólíklegt að félagið geti keypt hann. (Evening Standard)

Unai Emery, stjóri Arsenal, segist hafa verið með augastað á Fabinho (26) miðjumanni Liverpool þegar hann tók við í fyrra. (Evening Standard)

Tottenham vill fá ungan enskan hægri bakvörð í sínar raðir í janúar. Max Aarons (19) hjá Norwich og Nathan Ferguson (19) hjá WBA eru líklegir. (Mail)

Manchester United vill fá svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (22) frá Gladbach til að fylla skarð Ander Herrera (30) sem fór til PSG í sumar. (BIld)

WBA ætlar að reyna að fá framherjann Dwight Gayle (29) aftur frá Newcastle í janúar. Gayle skoraði 24 mörk á lán hjá WBA á síðasta tímabili. (Sun)

Enska úrvalsdeildin ætlar að taka hlé níu dögum áður en HM í Katar hefst þann 21. nóvember árið 2022. Deildin fer síðan aftur af stað á annan í jólum, átta dögum eftir úrslitaleik HM. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner