Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. mars 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 í veseni í fyrsta leik - „Erfitt að horfa á þetta"
Icelandair
Arsen Zakharyan er að gera okkur lífið leitt.
Arsen Zakharyan er að gera okkur lífið leitt.
Mynd: Getty Images
U21 landsliðið okkar er ekki að spila vel gegn Rússlandi. Það verður bara að segjast eins og er.

Staðan er 3-0 fyrir Rússland í hálfleik og íslenska liðið ekki að eiga sinn besta dag.

Rússar tóku forystuna af vítapunktinum og bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar sem má sjá neðst í fréttinni.

Atli Viðar Björnsson og Bjarni Þór Viðarsson eru sérfræðingar í útsendingu RÚV. Þeir fóru yfir mörkin í hálfleik.

Atli Viðar um fyrsta markið: „"Það var vont að horfa upp á þetta. Þetta voru röð mistaka og klaufalegt að gefa þetta víti."

Bjarni Þór vildi sjá íslenska liðið brjóta af sér í sókninni sem skóp annað markið. „Þó það hefði verið gult spjald hefði það verið allt í lagi."

Atli um þriðja markið: „Þeir fara í gegnum hjartað, í gegnum miðja vörnina og þar eigum við að vera hvað sterkastir. Erfitt að horfa á þetta."

„Munið þetta nafn: Arsen Zakharyan. Þessi sautján ára strákur búinn að vera magnaður í þessum leik. Leikmaður Dynamo Moskvu. Okkar menn eiga engin svör gegn honum," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum

Hægt er að nálgast beina textalýsingu frá leiknum hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner