Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 25. apríl 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick skilar af sér skýrslu: Sjálfselskir og ekki nægileg gæði
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, mun skila af sér skýrslu sem mun rata í hendur Hollendingsins Erik ten Hag þegar hann tekur við liðinu í sumar.

Í skýrslunni mun Rangnick gefa Ten Hag innsýn inn í stöðu mála hjá liðinu. Ástandið er alls ekki gott.

Samkvæmt Mirror þá verður Rangnick harðorður í þessari skýrslu og mun þar kom fram að ákveðnir leikmenn séu sjálfselskir, vanti gæði og séu með of mikil völd í búningsklefanum.

Hann er einnig á þeirri skoðun að nokkrir leikmenn hafi hundsað taktísk fyrirmæli frá honum og þá heldur hann því einnig fram að leikmenn eins og Aaron Wan-Bissaka, Eric Bailly, Phil Jones, Victor Lindelof og Anthony Martial séu ekki nægilega góðir.

Í grein Mirror kemur fram að það sé álit Rangnick að United þurfi fleiri orkumikla leikmenn, sérstaklega inn á miðsvæðið. Hann er búinn að hvetja félagið til að hætta að næla sér í eldri leikmenn eins og Edinson Cavani. Það sé ekki gott plan að gera það.

Eftir tímabilið mun Rangnick gerast ráðgjafi hjá Man Utd og fara í starf á bak við tjöldin.


Athugasemdir
banner
banner