Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 25. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu agalega dýfu hjá Haaland í gær
Mynd: EPA

Barcelona og Manchester City mættust í æfingaleik á Camp Nou í gærkvöldi.


Tilgangur leiksins var að safna fyrir rannsóknum á ALS sjúkdómnum sem er hrörnunarsjúkdómur sem Juan Carlos Unzue greindist með árið 2020.

Juan Carlos Unzue var aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Barcelona á sínum tíma.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Julian Alvarez, Cole Palmer og Riyad Mahrez skoruðu mörk City á meðan Pierre Emerick Aubameyang, Frenkie De Jong og Memphis Depay skoruðu mörk Barcelona.

Mahrez skoraði af vítapunktinum þegar 9 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en Erling Haaland nældi í vítaspyrnuna en þetta verður að teljast ódýrt.


Athugasemdir
banner
banner