Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 25. október 2019 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso: Í raunveruleikanum er Pirlo algjör fáviti
Pirlo og Gattuso gegn Zidane í úrslitaleik HM 2006. Þeir unnu ellefu titla sem samherjar.
Pirlo og Gattuso gegn Zidane í úrslitaleik HM 2006. Þeir unnu ellefu titla sem samherjar.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso og Andrea Pirlo hafa verið mjög góðir vinir í nokkra áratugi en þeir mynduðu eitt öflugasta miðjupar heims um áraraðir þegar þeir léku saman hjá AC Milan og með ítalska landsliðinu.

Gattuso var brjálæðingurinn sem var ekki smeykur við að fara í tæklingar á meðan Pirlo var snillingurinn sem klúðraði varla sendingu með sinni ótrúlegu sendingahæfni.

Gattuso opnaði sig um samband þeirra tveggja og gaf smá innsýn inn í húmorinn hjá Pirlo í samtali við Fabio Fazio í ítölsku sjónvarpi.

„Við vorum góðir vinir allt frá því þegar við vorum saman í yngri landsliðunum. PIrlo, þið sjáið að hann er eins og saklaus engill í framan en í raunveruleikanum er hann algjör fáviti. Hann er alltaf að segja einhverja brandara eða gera eitthvað sem má ekki, hann gat ekki einu sinni staðið kyrr!" sagði Gattuso.

„Einn daginn er ég að borða á æfingasvæði Milan en gleymi símanum á borðinu fyrir aftan mig. Skömmu síðar heyri ég í honum hringja fyrir aftan mig en þá hafði Pirlo sent smáskilaboð til Galliani (varaforseta Milan) og Braida (yfirmann knattspyrnumála) til að bjóða þeim afnot af systur minni."
Athugasemdir
banner
banner
banner