Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 25. október 2019 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy: Evans sagði okkur frá metinu í seinni hálfleik
Mynd: Getty Images
Leicester City jafnaði úrvalsdeildarmet þegar liðið lagði Southamtpon að velli fyrr í kvöld. Manchester United vann Ipswich 9-0 árið 1995 en í kvöld vann Leicester með sama mun, nema á útivelli.

Þetta var því stærsti útivallarsigur í sögu úrvalsdeildarinnar og voru Jamie Vardy og Ben Chilwell kátir að leikslokum.

„Jonny Evans sagði við okkur í stöðunni 6-0 að við værum að nálgast úrvalsdeildarmet. Það hélt okkur hungruðum allan leikinn," sagði Vardy.

„Við byrjuðum vel og þeir misstu mann snemma af velli. Við héldum áfram að spila vel og þeir réðu ekki við okkur. Við erum stoltir af þessari frammistöðu."

Vardy skoraði þrennu í leiknum og var Chilwell einnig öflugur. Hann skoraði og lagði upp og hjálpaði Leicester þannig að koma sér í 2. sæti úrvalsdeildarinnar.

„Öll önnur lið í deildinni eru að bíða eftir að við misstígum okkur. Við erum í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og ætlum að vera hér áfram.

„Við vitum að við getum það, við þurfum bara að halda áfram að leggja hart að okkur. Gæðin eru til staðar og við erum fullir sjálfstrausts."

Athugasemdir
banner