Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 25. október 2023 11:54
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins nýr þjálfari Fram (Staðfest)
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var staðfestur sem nýr þjálfari Fram á fréttamannafundi sem var að hefjast í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdalnum.

Samningurinn er til þriggja ára.

Framarar voru í fallbaráttu í Bestu deildinni í sumar en náðu að bjarga sæti sínu í lokaumferðinni þar sem önnur úrslit urðu þeim hagstæð.

Rúnar lét af störfum hjá KR eftir liðið tímabilið en hann hafði stýrt KR síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang.

Fyrir rúmri viku síðan bárust fréttir af því að Rúnar væri í viðræðum við Fram og nú er búið að ganga frá ráðningu hans.

Viðtal við Rúnar birtist hér á Fótbolta.net síðar í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner