Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Veit ekki annað en að hann komi glaður og brosandi á æfingu í fyrramálið"
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það held ég ekki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í gær aðspurður að því hvort Jóhannes Kristinn Bjarnason væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir KR í bili.

„Ég held að Jói sé bara að fara að mæta á æfingu á morgun."

Jóhannes Kristinn fór um liðna helgi að skoða aðstæður hjá ítalska félaginu Pro Vercelli. Hann ákvað eftir það að fara ekki lengra í viðræðum við félagið.

Hann skoðar núna aðra möguleika en hann á núna nokkra mánuði eftir af samningi sínum við KR. Hann er tvítugur miðjumaður sem hefur skorað sex mörk í 14 leikjum í Bestu deildinni. Á dögunum var fjallað um áhuga Vals á leikmanninum.

„Hann fékk leyfi til að fara út og skoða aðstæður hjá ítölsku félagi sem við náðum samkomulagi við. Hann ákvað að fara ekki þangað. Ég veit ekki annað en að hann komi glaður og brosandi á æfingu í fyrramálið," sagði Óskar en Jóhannes var ekki með í leiknum gegn ÍA í gær.

„Við erum ekki í því að leggja stein í götu ungu leikmannana okkar ef þeir eiga möguleika á að fara erlendis og langar til þess svo framarlega sem til komi sanngjarnt verð," sagði Óskar. „Það hefði verið gott að hafa Jóa í dag en það var tekin ákvörðun um þetta og það voru allir sáttir við hana."
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Athugasemdir
banner