Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 12:08
Elvar Geir Magnússon
ÍA ætlar að styrkja sig enn frekar - „Verið að hringja mörg símtöl“
Jonas Gemmer var kynntur hjá ÍA á föstudag.
Jonas Gemmer var kynntur hjá ÍA á föstudag.
Mynd: ÍA
ÍA lyfti sér upp úr neðsta sæti Bestu deildarinnar með sigri gegn KR í gær en er þó enn í fallsæti. Lárus Orri Sigurðsson og hans menn í ÍA eru á fullu að vinna í því að forðast falldrauginn.

Glugginn opnar á fimmtudag og þá verður nýr danskur varnartengiliður, hinn 29 ára gamli Jonas Gemmer, löglegur með Skagamönnum.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KR

„Mér líst mjög vel á hann. Hann er að fara að gefa okkur reynslu, hann er að fara að gefa okkur gæði á miðjunni. Hann er vonandi að fara að verja vörnina okkar vel og hann kemur með reynslu inn í hópinn eins og ég segi. Mikill atvinnumaður og ég hlakka til að vinna með honum," segir Lárus Orri um komu Gemmer.

ÍA ætlar að styrkja sig enn frekar en erlendur markvörður hefur verið að æfa með liðinu. Lárus var eftir leik í gær spurður að því hvort frekari styrkingar væru á leiðinni?

„Mér finnst það líklegt en það er ekkert klárt eins og er. Við erum að horfa í kringum okkur og erum að leita að leikmönnum sem styrkja okkur til framtíðar og líka í þeirri stöðu sem við erum í. Það er verið að hringja mörg símtöl, vonandi náum við að styrkja okkur meira," segir Lárus sem segir líka mögulegt að einhverjir leikmenn yfirgefi Akranes.
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner