Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Birgir Steinn með KV í Fótbolti.net bikarnum
Birgir Steinn Styrmisson.
Birgir Steinn Styrmisson.
Mynd: Mummi Lú
Varnarmaðurinn Birgir Steinn Styrmisson hefur verið lánaður frá KR í vinafélagið KV sem leikur í 3. deildinni.

Birgir er að koma sér af stað eftir meiðsli en þessi tvítugi miðvörður hefur aðeins leikið einn leik með KR í Bestu deildinni í sumar. Í fyrra spilaði hann fjórtán leiki í deildinni.

Birgir var meðal varamanna hjá KR í gær, í tapleiknum gegn ÍA, en kom ekki við sögu.

KV og Höttur/Huginn mætast í 16-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins annað kvöld og er Birgir kominn með leikheimild fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner